KO3CD28
KO3CD28
Yfirlitsdiskur – Tónlist eftir Kjartan Ólafsson sem spannar 28 ára tímabil!
A retrospective CD with music by Kjaran Ólafsson, spanning 28 years of composing!
Þriðjudaginn 18. janúar kemur út þrefaldur geisladiskur með tónlist eftir Kjartan Ólafsson, sem ber heitið KO3CD28. Diskarnir spanna 28 ára tímabil og innihalda m.a. upptökur af mörgum af hans sterkustu og mest leiknu verkum, sem öll birtast hér í formlegri- og frumútgáfu í fyrsta sinn.
KO3CD28 is a triple-album CD release containing music by the Icelandic composer Kjartan Ólafsson. The selection of works spans 28 years of his composition career, including recordings of many of his most powerful and widely performed works - all presented here in their original versions for the first time.
Diskur 1 hefur að geyma tónleikaupptökur af verkum Kjartans fyrir hefðbundin hljóðfæri og má glöggt heyra framsækna þróun tónsmíða hans. Hliðstæða þróun má einnig heyra í rafverkunum á diski 2, en á leikhúsdiskinum eru svo frumupptökur af lögum og verkum úr nokkrum af þeim sviðslistaverkum sem Kjartan hefur samið tónlist við.
CD 1 contains live concert recordings for traditional instruments, clearly showing the development of his compositions throughout the years. A similar development can be observed through the elecronic works featured on CD 2. On CD 3, however, we hear an exclusive selection of the many different songs and works Mr. Ólafsson has composed for different theatre and dance productions.
Hér er um einstakan yfirlitsdisk að ræða. Útgefandi er Erkitónlist sf en Pétur Jónasson hafði listræna umsjón. Dreifing Smekkleysa ehf.
This is a unique portrait of the composer Kjartan Ólafsson, presented under the artistic supervision of Pétur Jónasson. It was released by the Erkitónlist sf. label and is distributed by Bad Taste Inc. (Smekkleysa ehf.)
Live recordings of the compositions